Heim Áfram veginn Reynsla og sérþekking
— Aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra

Reynsla og sérþekking
— Aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Reynsla og sérþekking
— Aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra
0
2,422

Íþróttasamband fatlaðra er eitt af sérsamböndum ÍSÍ. Sérstaða ÍF miðað við önnur sérsambönd er sú, að ÍF hefur ekki aðeins með eina ákveðna íþróttagrein að gera heldur er ÍF fjölgreinasamband. ÍF er æðsti aðili um íþróttir fatlaðra og aðildarfélög sambandsins starfa hringinn í kringum landið. 

ÍF var stofnað árið 1979 en tvö af aðildarfélögum sambandsins eru eldri en ÍF sjálft. Þau eru Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík stofnað 31. maí 1974 og síðar sama ár var Akur á Akureyri stofnað. Þessi tvö öflugu félög eru enn í fullu fjöri í dag og þá hefur bæst myndarlega í hópinn síðustu fjóra áratugi. Í dag eru aðildarfélög ÍF um tuttugu talsins og skráðir iðkendur í íþróttahreyfingu fatlaðra eru tæplega 1200.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að kynna sér starfsemi þriggja félaga en þau eru Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, Íþróttafélagið Ösp og Íþróttafélagið Fjörður í Hafnarfirði. Þá hefur Nes starfsemi í Reykjanesbæ, Akur og Eik á Akureyri og víðar starfa félög fatlaðra en lista þeirra félaga má nálgast hér.

Við hvetjum áhugasama til að kanna hvort ekki sé starfandi íþróttafélag fyrir fatlaða í þeirra íþróttahéraði og ef svo er ekki þá að leita á náðir aðildarfélaga ófatlaðra um mögulegt aðgengi að æfingum þeirra félaga.

Hjá aðildarfélögum ÍF býr mikil reynsla og sérþekking við að þróa og aðlaga íþróttatilboð að fjölbreyttum hópi iðkenda. Það er Íþróttasambandi fatlaðra afar mikilsvert að hafa á að skipa jafn öflugum og fjölbreyttum félögum hringinn í kringum landið.

Sé nánari upplýsinga óskað um íþróttafélög fatlaðra á Íslandi er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍF á if@ifsport.is eða í síma 514-4080.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…